Vörulýsing
Púðrið hefur hlotið Best Beauty Awards verðlaun. Kemur í tveim litum Translucent fyrir ljósa húð og Warmth fyrir hlýja dökka húð. Hentar öllum húðtegundum.
Inniheldur einungis 100 % hrein og náttúruleg efni. Varan er án allra ilm- og rotvarnarefna.
Notkun: Berið á undir eða yfir farða með Super powder eða Luxurious Powder bursta. Til að draga úr sýnilegum húðholum er tilvalið að bera púðrið á með meðfylgjandi púðurkvasta með því að þrýsta honum inn í húðina og nudda létt með hringlaga hreyfingum. „Must have“ með hvaða förðun sem er.