Youngblood
Natural Mineral Foundation

7.638 kr.

Frábær farði sem samanstendur af sérstaklega fíngerðum púðurögnum unnum úr steinefnum. Farðinn er einstakur fyrir náttúrulegan eiginleika sinn til að geta andað í gegnum húðina, skapar létta og náttúrulega áferð sem þó hylur fullkomlega. Fisléttar púðuragnir samlagast húðinni vel og mynda létta og fallega áferð sem helst falleg allan daginn. Farðinn hentar öllum húðtegundum og þá sérstaklega viðkvæmri húð.

 

 

Vörulýsing

Samsetning steinefnanna veitir húðinni vörn gegn skaðlegum geislum sólarinnar (SPF15). Youngblood farðinn er 100% náttúrulegur, olíulaus og án allra kemískra efna. Farðinn hylur fullkomlega og gefur húðinni fallegan ljóma. Einstaklega létt áferð sem fær þig til að gleyma að þú sért með farða.

Inniheldur einungis 100 % hrein og náttúruleg efni. Varan er án allra ilm- og rotvarnarefna.

Notkun:
1. Settu örfáar agnir af farðanum í lokið, dýfðu burstanum í lokið og dustaðu létt af burstanum með því að slá létt í lokið.
2. Berðu farðann yfir andlitið með því að nota hringlaga hreyfingar. Gott er að byrja við kjálkann og færa burstann upp og inn á við.
3. Því betur sem burstanum er nuddað yfir andlitið því þéttari verður áferðin. Þegar húðin hitnar samlagast farðin fullkomlega.
4. Auðvelt er að stjórna hversu mikið farðinn á að hylja með því að auka magnið af farðanum.

  • Vegan.
  • Glútein frí.
  • Án parabena.
  • Talkúm frí.
  • 10gr.

Viðbótarupplýsingar

Innihald

Innihald…