Vefverslun með snyrti og gjafavörur.

Vandaðar snyrti- og förðunarvörur.

GLOV
Hreinsihanskinn frá GLOV er algjör bylting við að fjarlægja farða. Örtrefja klúturinn hreinsar húðina aðeins með vatni. Engin óhófleg notkun af bómullurskífum og engin efni.

YOUNGBLOOD
Youngblood förðunarlínan er unnin úr náttúrulegum steinefnum. Farðinn er 100% náttúrulegur, olíulaus og án allra kemískra efna. Einstök formúla sem inniheldur hvorki ilm- né rotvarnarefni. Vörurnar eru einstakar fyrir náttúrulegan eiginleika sinn að geta andað í gegnum húðina og henta sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð…. Farðinn nær að hylja vel, fisléttar púðuragnir samlagast húðinn vel og mynda létta og fallega áferð sem helst falleg allan daginn.

SENSATIONAIL

SensatioNail er leiðandi aðili á markaðnum fyrir gel handsnyrtingu sem hægt er að gera heima. LED tæknin frá SensatioNail bíður konum upp á sömu gæði og fæst á naglasnyrtistofum. Gelnaglalökkin fást í mörgum fallegum litum, er einstaklega endingargott og auðvelt í notkun.

FING´RS

Fing´rs er þekkt fyrir gæða gervineglur og handgerð gerviaugnhár ásamt því að bjóða upp á frábært úrval af vörum tengdar naglaumhirðu. Frá Fing´rs er hægt að fá allt til að gera gelneglur heima rétt eins og fagfólkið gerir.

FABY

Hágæða naglalökk og naglameðferðir frá Ítalíu. Rætur Faby liggja í litum og tísku.

Faby naglalökk og naglavörur koma frá Mílanó á Ítalíu og hafa frá upphafi verið ríkjandi á tískupöllunum í Mílanó. Faby naglalökk eru tjáning á stíl, litir til að vera og sögur til að segja.

For Faby there is no beauty without safety.

Faby Nail Polishes are Big 5 Free: Það er Faby inniheldur ekki DBP (Dibutyl Phthalate), Toluene, Formaldehyde, Formaldehyde Resin né Camphor.  Faby vörurnar eru einnig án TPO  (Trimethylbenzoyl og Diphenylphosphine Oxide).

Faby prófar ekki á dýrum.

 

 

 

 

Revlon augnhár

Revlon augnhár býður upp á margar gerðir af flottum gæða augnhárum og lími fyrir augnhár. Hægt er að fá augnhár í pakka með lími eða án, Einnig er hægt að fá sjálflímandi augnhár, þ.e. augnhár sem eru með límborða á svo einstaklega einfalt er að setja þau upp. Revlon augnhárin eru handgerð og hægt er að nota þau aftur og aftur.

Piz Buin

Í meira en 65 ár hefur PIZ BUIN boðið upp á sólarvörn sem ekki einungis tryggir fallega brúnku heldur veitir húðinni nauðsynlega vernd. PIZ BUIN var fyrsta vörumerkið sem tryggði meira öryggi í sólinni með því að kynna sólarverndarstuðulinn (SPF). PIZ BUIN nær fullkomnu jafnvægi milli öruggrar varnar og náttúrulegrar sólbrúnku. Sólarvörnin frá PIZ BUIN veitir hámarksvörn gegn UVA geislum (sem valda öldrunar einkennum á húð) og UVB geislum (sem valda bruna í húð). PIZ BUIN sólarvörnin er rakagefandi, inniheldur E-vítamín og er ofnæmisprófuð