Vörulýsing
Sameiginlega hjálpa þessar bylgjulengdir húðinni að virðast jafnari, geislandi og úthvíldari. Hver LunaEye meðferð er sjálfkrafa stillt á 9 mínútur – besti tíminn fyrir stöðugan árangur. Full hleðsla endist í 4–6 meðferðir, sem gerir hana bæði áhrifaríka og þægilega.
Rannsóknir sýna að:
Rautt ljós (630 nm) styður við náttúruleg endurnýjunarferli húðarinnar. Innfrarautt ljós (830 nm) nær dýpra, styður við seiglu húðarinnar og mýkir útlit.
Notkun:
- Hreinsið og þerrið húðina undir augunum vandlega.
- Setjið LunaEye plástra undir augun og stillið þá þannig að þeir passi vel.
- Veljið stillingu (blár, rauður eða blanda) eftir markmiði ykkar.
- Byrjið meðferð og látið tækið vera á húðinni í þann tíma sem leiðbeiningar framleiðanda mæla með (venjulega stutt, dagleg meðferð).
- Þegar því er lokið, fjarlægið plástrana. Ef þið viljið bera á ykkur uppáhalds augnkremið/serumið ykkar.
- Hreinsið yfirborð púðanna samkvæmt leiðbeiningunum og setjið þá aftur í hulstrið. Hlaðið eftir þörfum.
Ávinningur:
Lýsir og frískar upp á útlitið, bætir útlit húðarinnar undi augunum.Stuðlar að því að draga úr þrota og þreytumerki.
Blá LED ljós (415nm) hjálpar til við að mýkja ófullkomleika og róa húðina.
Rauð LED ljós (630nm) styður við kollagenframleiðslu fyrir mýkra og teygjanlegra útlit.
Samsett stilling hjálpar til við að draga sjónrænt úr dökkum baugum undir augunum.
Mild, óáreitandi tækni – engar nálar og engin „togtilfinning“.
Handhægt snið – passar auðveldlega í snyrtitösku og handfarangur.
Hraðvirk og þægileg hleðsla; tilbúin þegar þú þarft á henni að halda.
Einföld, stutt dagleg umhirða.
Endurtekin, hreinlætisleg notkun – engir einnota púðar.
Upplýsingar:
- Fyrir hvern er Luna Eye?
Fólk sem vill fríska upp á augnsvæðið, minnka dökka bauga og þreytumerki og styðja við mýkt og teygjanleika húðarinnar.
- Hversu oft á að nota?
Reglulega, samkvæmt leiðbeiningum – daglega eða nokkrum sinnum í viku gefur bestu útkomu.
- Hvaða stillingu á að nota?
Blátt (415nm) – þegar þú vilt fá róandi áhrif og stuðning í baráttunni við ófullkomnleika.
Rautt (630nm) – þegar þú vilt styðja við mýkt og teyjanleika húðarinnar.
Samsett – þegar þú vilt margs háttar virkni.
- Má nota með augn farða/kremi?
Já þú mátt nota augn krem/serum eftir meðferð. Forðist að nota mjög feitt krem undir púðana því þá haldast þeir ekki eins vel.
- Er hægt að nota fyrir viðkvæma húð?
LED tækni er mjög mild meðferð, en fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlegt að byrja með styttri lotum og fylgjast með viðbrögðum. Ef erting kemur fram skal hætta meðferð.
- Hvað ber að varast?
Ekki horfa beint í LED-ljósin. Ekki nota á skaddaða húð, eftir nýlegar meðferðir eða ef vitað er að þú ert með ljósnæmi. Þessi vara er ekki lækningatæki. Ef þú ert í vafa (t.d. vegna meðgöngu, húðmeðferðar, ljósnæmis) skaltu ráðfæra þig við sérfræðing.
- Er þæginlegt að ferðast með Lunaeye?
Já – tækið er létt, nett og auðvelt að hlaða það, sem gerir það fullkomið í snyrtitöskuna þína eða handfarangur.
- Hvernig á að hugsa um tækið þitt?
Eftir notkun skaltu þurrka yfirborð púðanna samkvæmt leiðbeiningunum, geyma á þurrum og hreinum stað og hlaða reglulega.




