Vörulýsing
Fjarlægir hvers kyns óhreinindi (matarleyfar, málningu, tússpenna o.fl.) af andliti og af líkama barnsins án þess að nota neitt annað en vatn. Ekki þörf á að nota nein efni.
Hreinsihanskarnir eru margnota og má setja í þvottavél.
Notkun:
- Bleytið hanskann vel úr köldu eða volgu vatni.
- Leggið hanskann á húðina og nuddið varlega með hringlaga hreyfingum.
- Þvoið hanskann í höndunum og notið við það milda sápu (setja má hanskann öðru hvoru í þvottavél).
- Skolið og vindið hanskann og hengið upp til þerris.