Skilmálar Vefverslunar
Með því að versla á ilma.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála.
Verð:
Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttavillur og áskilur Ilma sér þann rétt að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp á síðunni. Athugið að verð geta breyst án fyrirvara.
Sendingakostnaður:
Ilma sendir vörur með Íslandspósti hvert á land sem er (einungis innan Íslands). Enginn sendingarkostnaður er á sendingu yfir 15.000kr.
Hægt að sækja vörur hjá ATC Skútuvogi 13a, 104 Reykjavík á virkum dögum 10-15.
Sendingarkostnaðuir bætist við áður en að greiðsla fer fram. Ilma notast við póststoð Íslandspóst og reiknast sendingarkostnaður miðað við verðskrá þeirra. Ilma sendir um allt land en einungis innanlands. Sendingarkostnaður er frír ef að verð pantana fer yfir 15.000kr.
Greiðsla:
Greiðsla fyrir pöntun fer fram með kreditkorti í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Saltpay. Einnig er hægt að notast við Netgíró
Mögulegt er að greiða fyrir pöntun með millifærslu, þá þarf að senda inn beiðni fyrir því með tölvupósti á ilma@ilma.is og þú færð síðan sendar upplýsingar fyrir greiðslu. Pöntun er samþykkt og afgreidd um leið og staðfesting fyrir greiðslu hefur borist. Ef staðfesting fyrir greiðslu hefur ekki borist innan sólahrings fellur pöntunin niður.
Pantanir og afgreiðsla
Pantanir eru afgreiddar um leið og greiðsla hefur borist. Ef vara er ekki til á lager látum við vita og endurgreiðum að sjálfsögðu. Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda þar afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts. Samkæmt þessu ber Ilma.is enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða við flutning á vöru. Ábyrgð tjóns á vöru við flutning er því ekki á ábyrgð Ilma.is. Viðskiptavinir eru hvattir til að gefa upp rétt heimilisfang svo og að merkja vel póstkassa eða lúgur til að koma í veg fyrir að vara verði endursend enda mun kostnaður við slíkt lenda á viðskiptavini. Ilma.is ber ekki ábyrgð ef vörur týnast hjá Íslandspósti.