Glov
Magic Moment sett

5.919 kr.

Glov Magic Moment er bleik glansandi taska með ljósbleikum Bunny ears og bleikum Comfort hreinsihanska.

 

Vörulýsing

Hanskinn fjarlægir vandlega allan farða með aðeins vatni. Rafstöðueiginleiki trefjanna virkjast er hann sameinast við vatn og virkar líkt og segull sem dregur til sín öll óhreinindi húðarinnar. Fínofnar örtrefjarnar djúphreinsa yfirborð húðarinnar án þess að raska rakajafnvægi húðarinnar. Glov fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar blóðflæði húðarinnar, skilar húðinni eftir fullkomlega hreina og yndislega mjúkri. Einstaklega mjúkt og fullkomið hárband jafnvel fyrir viðkvæmustu húðgerðir.

 

Glov Bunny Ears hárbandið heldur hárinu á sínum stað svo þú getur notið þinnar fegrunaraðgerðar. Ein stærð hentar öllum.

Notkun

Bleytið hanskann með köldu eða volgu vatni. Byrjið á augnsvæðinu, fjarlægið farðann með því að nota mjúkar hringlaga hreyfingar. Handþvoið Glov hanskann eftir notkun með handsápu og vatni þar til öll óhreinindi eru horfin. Hengið upp til þerris. Þegar Glov hanskinn er þurr er hann tilbúinn til notkunar á ný.

Notið hárbandið við húðumhirðuna til þess að koma í veg fyrir að bleyta hárið eða að snyrtivörur fari í hárið