Glov
Glamorous

8.366 kr.

Glamúr settið inniheldur hvítan On-The-Go hreinsihanska og nýstárlegt Glov hárhandklæði. Þetta er frábær gjöf fyrir alla sem vilja dekra við sig heima og fyrir konur sem kunna að meta vörur sem leggja áherslu á smáatriðin.

 

 

Vörulýsing

GLOV On-The-Go hreinsihanskinn: Fjarlægir auðveldlega léttan farða einungis með vatni. Fullkominn bæði í ferðalagið og heima.

Fínofnar örtrefjarnar djúphreinsa yfirborð húðarinnar án þess að raska rakajafnvægi húðarinnar. GLOV fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar blóðflæði húðarinnar, skilar húðinni fullkomlega hreinni og yndislega mjúkri.

Glov Hair Wrap

Örtrefja hárhandklæði sem drekkur einstaklega vel í sig bleytuna úr hárinu á mildan hátt. Hárið verður ekki úfið og þetta styttir þurrk tímann mikið. Einstaklega þægilegt í notkun þar sem þú vefur um hárið og lokar síðan með því að hneppa tölunni í lykkju og því helst þetta vel á.