Glov
Good Vibes Only Sett

7.615 kr.

Good Vibes gjafasettið inniheldur snyrtitösku, Mask remover, On The Go hreinsihanska og Scrubex varaskrúbb.

Ekki á lager

Out of stock

 

Vörulýsing

Glov Mask remover

GLOV maska hreinsiklúturinn er búinn til úr sérstakri pólýester blöndu sem draga í sig maska sameindirnar en þurrka þær ekki upp. Að fjarlægja andlitsmaska er nú fljótlegra og auðveldara en áður.

Einfaldar ferlið við að hreinsa af þurran maska (eins og leirmaska). Fjarlægir vel leyfar að maska sem situr á yfirborði húðarinnar og auðveldar húðinni uppitöku næringarefna maskans (fíbrarnir í Glov hafa ekki „peeling“ eiginleika heldur renna yfir yfirborðið, leysa upp maskann og fjarlægja varlega). Mjög einfalt að hreinsa maska af einungis með vatni, hanskinn er síðan hreinsaður með vatni (má setja í þvottavél en ekki nota mýkingarefni). Hægt að nota í allt upp undir 100 skipti.

On-The-Go

 • Fjarlægir auðveldlega léttan farða, þökk sé lögun hanskans.
 • Fullkominn í ferðalagið.
 • Fjarlægir augnfarða
 • Fjarlægir andlitsfarða
 • Hreinsar
 • Djúphreinsar
 • Jafnar sýrustig

Notkunar leiðbeiningar:

 1. Bleytið Glov með vatni.
 2. Þrýstið Glov að andlitinu í smá stund og varlega fjarlægið farða með því að nota hringlaga hreyfingar.
 3. Hreinsið með Glov Magnet hreinsistiftinu eða með mildri handsápu.
 4. Hengið til þerris.

 

SCRUBEX – Varaskrúbbur frá Glov

Scrubex fjarlægir dautt skinn af vörunum og skilar þeim einstaklega mjúkum. Með notkun varaskrúbbsins heyra sprungnar og klofnar varir sögunni til.

Scrubex sér um að viðhalda góðu blóðstreymi í vörunum, sem bætir náttúrulega lit þeirra og fær þær til að sýnast fyllri.

Varaskrúbburinn er margnota, virkni hans kemur strax í ljós og til að nota hann þarf einungis vatn.

Notkun:

 1. Bleytið Scrubex með vatni.
 2. Gætilega skrúbbið varirnar, þrýstið eftir þörfum. Skrúbbið ekki of fast þar sem Scrubex virkar ákvaflega vel jafnvel á verstu tilfelli sprungna vara.
 3. Þvoið varaskrúbbinn í höndunum með mildri sápu. Einnig er hæg að setja í þvottavél á 40¨c.
 4. Hengið skrúbbinn til þerris. Notið varasalva eða varalit á fullkomlega mjúku varirnar.
 5. Notið aftur og njótið þess að hafa kissulegustu varir í heimi.

Varist að nota Scrubex oftar en á 3-4 daga fresti. Ekki nota of mikinn þrýsting heldur byrja mjúklega og auka svo þrýsting eftir því sem þarf.