Vörulýsing
Run Wild Ritual er fullkomið gjafasett. Settið inniheldur hlébarðamunstrað tveggjahliða hárhandklæði. (satin öðru megin en hinu megin örtrefja efni sem drekkur vatn vel í sig) og Nano glerfótaþjöl með hlébarðamunstri. Hraðari og mildari hárþurrkun og mjúkir fætur. Hagnýtt og stílhreint til daglegra nota eða í ferðalagið.
Hártúrban:
Tveggja hliða hártúrbaninn er með satín öðru megin sem kemur í veg fyrir að hárið verði úfið og minnkar flóka. Örtregjahliðn flýtir fyrir þurrkun.
Þurrkun hársins án þess að nota hitatæki – kemur í veg fyrir að hárið slitni/brotni og hárið verður í betra standi.
Hægt að nota á tvo vegu – satín út á við fyrir stílhreint útlit eða að innan verðu til að minnka að hárið verði úfið.
Fótaþjöl:
Nano glerfótaþjölin fjarlægir sigg og hart skinn – mjúkir fætur til langtíma.
Einfalt í notkun heima við, aðeins fáeinar mínútur og þú ert tilbúin.
Auðvelt að þrífa, lætur renna vatn yfir þjölina.
Notkun:
Tveggja hliða hártúrban:
- Veldu þér áferð: Satín kemur í veg fyrir að hárið verði úfið eða örtrefja til að þurrka hár með hraði.
- Beygðu höfuðið og komdu hárinu fyrir inn í túrbaninum, hnepptu hnappinum aftaná höfðinu.
- Til að þurrka hárið þá er best að vinda mesta vatnið úr hárinu, beygja höfuð fram og koma hárinu fyrir í hárhandklæðinu, vefja því um hárið og festa töluna.
- Gott að láta bíða í ca. 10 mínútur.
Nano glerfótaþjöl:
- Leggðu fæturna í bleyti í heitu vatni í um 10 mínútur.
- Fjarlægið hart skinn með mjúkum og stuttum hreyfingum annað hvort niður á við eða í hringi.
- Vinnið þetta smá saman og hættið þegar húðin er orðin mjúk.
- Hreinsið undir rennandi vatni, þurrkið fætur og þjöl og berið krem á fæturna.
Hártúrban má þvo í þvottavél á 30°C, ekki nota mýkingarefni né klór, hengið upp til þerris.
Innihald/efni:
Túrban: Satin og örtrefjar.
Fótaþjöl: Gler.
Pakkning er endurvinnanleg.


