Leiðbeiningar fyrir Professional UV Gel settið.
Með UV gel settinu, getur þú fengið fallegar, fagmannlegar fyrir þig og bestu vinkonu þína… heima !! Þú getur styrkt Þunnar og klofnar neglur og einnig lengt þær með því að nota FING'RS French Manicure-nail topp.
Þú setur sjálf gel jafnt á nöglina með gel burstanum sem fylgir. Gelið harnar undir FING'RS UV lampanum og gefur nöglinni þinni glansandi og flotta áferð.
ATH: Vinsamlegast lesið leiðbeiningarnar vandlega og fylgið þeim skref fyrir skref. Ekki skal nota gervineglur, naglatoppa, naglalím eða gel ef neglur þínar eru mislitar eða marðar. Ekki skal nota gelið utandyra, þá þykknar það. Haldið gelinu frá börnum! Ljósið frá UV lampanum getur farið illa með augun, ekki beina ljósinu beint í augun eða líta beint inní ljósið.
Mikilvægt: Þú þarft UV lampa til að herða gelið. Hann þarf að vera 36W Tunnel lampi.
A) Undirbúningur nagla
ATH: Nauðsynlegt er að undirbúa þínar eigin neglur vel til að gelið haldist sem lengst á þeim.
1. Settu handklæði á borðið áður en þú byrjar til að vernda borðið gegn gelinu. Settu 2-3 lögum af eldhúspappír sem þú notar til að þurrka pensilinn með.
2. Hendurnar þínar þurfa að vera hreinar og þurrar og án naglalakks. Passaðu að hreinsa vel í burtu alla fitu, naglalakk og handáburð áður en þú byrjar.
Gott ráð: Notaðu naglabursta áður en þú þværð á þér hendurnar. Burstaðu vel alla nöglina með honum frá enda að naglaböndum, það hjálpar að ýta naglaböndunum niður.
3. Þjalaðu negluna með grófu hliðinni á þjölinni í það form sem þú vilt.
4. Ýttu naglaböndunum varlega niður með bleika og hvíta pinnanum. Passaðu að ýta þeim líka niður á hliðunum.
5. Þjalaðu næst yfir allt naglayfirborðið með fínu hliðinni á þjölinni til að fjarlægja alla fitu. Ýttu aftur naglaböndunum varlega niður kringum alla neglurnar. Hreinsaðu vel yfir neglurnar með hreinsiklútnum sem fylgir. Passaðu að hreinsa vel hliðarnar, endana og naglaböndin. Látið þorna.
ATH: Passið að koma ekki við neglurnar eftir þetta skref. Ekki þjala meira neglurnar þegar þú ferð að setja gelið á (til að koma í veg fyrir ryk).
6. Ef þú ætlar að setja naglatopp til að lengja neglurnar þínar, sjá leiðbeiningar hér neðar (liður D).
Gott ráð: Settu gel á eina hönd í einu. Notaðu einn hreinsiklút fyrir hvora hönd fyrir sig. Einnig er hægt að notast við grisju bleytta með alkahóli.
B) Setja á Primer
7. Berið þunnt lag af Primer ( í gler flöskunni) á hverja nögl, látið alveg þorna ( í minnsta kosti 1-2 mín.).
C) Gel ásetning
Mælt er með að vinna með eina nögl í einu og þumaputta neglurnar sér. Þetta fer þó allt eftir hæfni þinni við að setja gelið á.
8. Takið smá gel dropa með penslinum sem fylgir.
9. Setjið dropann á miðja nöglina.
ATH: Passið að setja ekkert gel á húðina, skiljið eftir um 0,5 mm af plássi við húðina. Ef gelið snertir húðina getið þið fjarlægt með bleika og hvíta pinnanum áður en þið setjið puttann undir UV lampann.
10. Dreifið gelinu yfir alla nöglina án þess að setja mikinn þrýsting á burstann.Ef þess þarf setjið annan dropa af geli yfir nöglina þangað til gelið er orðið meðal þykkt (þykkara en naglalakk). Passaðu að þekja allan endann á nöglinni með gelinu.
11. Setjið neglurnar inn í lampann í 120 sekúndur til að herða gelið. Endurtakið þrep 8-11 við allar neglur.
ATH: Ef þú finnur fyrir miklum hita í nöglunum í lampanum taktu þá hendina út í stutta stund og settu hana svo aftur inn í lampann þegar þú ert tilbúin(n) til að ljúka við tímann.
12. Þurrkið vel af burstanum með eldhúsbréfi. Hyljið nú neglurnar með annari umferð af geli og setjið aftur inn í lampann í 120 sekúndur til herðingar. Endurtakið þetta ef þú vilt fá enn sterkari neglur.
Gott ráð: Þurrkið vel af penslinum með eldhúsbréfi eftir hverja umferð.
13. Strax eftir að þetta er búið þá þurrkið vel yfir neglurnar (sem eru klístraðar) með hreinsiklútunum eða klútum bleittum með alkahóli.
14. Ef einhverjar leyfar af geli eru undir nöglunum, fjarlægið það varleg með grófu hlið þjalarinnar. Ef einhversstaðar er misfella þá setjið þunnt lag af geli yfir og herðið í UV lampanum í 120 sekúndur. Þurrkið þá aftur yfir nöglina með hreinsiklút.
15. Hreinsið burstann með hreinsiklút eða með klút bleyttan með alkahóli.
Gott ráð: Hægt er að lakka yfir með hvers kyns hefðbundnu naglalakki.
D) Toppar
1. Veljið rétta stærð af toppum fyrir hvern fingur. Passaðu að breidd topps passi við breidd naglar, ef toppur er of stór þá er hægt að þjala hann til í rétta stærð.
2. Setjið Fing´rs naglalím undir toppinn og dreifið jafnt yfir. Passið að setja límið eingöngu á það svæði sem fer á nöglina.
3. Rennið toppnum á nöglina og passið að toppurinn mæti brún naglarinnar. Þrýstið niður í um 30 sekúndur.
ATH: Möguleiki er á að loftbóla myndist undir topp, hún lítur út eins og hvítur blettur. Ef það gerist fjarlægið þá toppinn með naglalakksleysi og setjið nýjan topp. Aldrei tosa topp af með afli.
4. Þegar límið er þurrt þjalið þá toppinn til í ákjósanlega lögun og lengd. Þjalið einnig bil á milli topps og naglar þar til það er jafnt. Þjalið létt yfir topp og nögl með fínni hlið þjalar.
5. Nú er hægt að setja gel á neglurnar (sjá hluta B).
Viðvörun: Eldfimt. Ertandi efni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Forðist snertingu við augu og slímhúð.
|